- Um Ryor -

Screenshot_2019-10-08_RYOR_(_ryor_cosmet
Hver erum við (Ryor)

 

Við erum tékkneskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir snyrtivörur eingöngu úr náttúrulegum hráefnum. Úrval okkar saman stendur af yfir 200 vörurnúmerum bæði í smásölu og fagmanna vöru línu okkar. Fyrirtækið var stofnað árið 1991 af  Evu Štěpánková sem  ákvað 43 ára gömul að venda kvæði sínu í kross og stofna fyrirtæki á heimili sínu í Strahov í Prag til þess að sjá sér og Jönu dóttur sinni fyrir farborða.

Í upphafi framleiddi Ryor aðeins vörur fyrir snyrtistofur og atvinnumenn og starfsmennirnir voru aðeins 4-6. En í tímans rás hefur fyrirtækið vaxið og er smásölulínan stærsta deild fyrirtækisins. Í dag starfa yfir 80 manns hjá Ryor.

Þú munt finna fyrir vörur sem hæfa öllum aldri og öllum húðtegundum í vöruúrvali Ryor. Eða einfaldlega eitthvað fyrir alla.

Hvert er markmið okkar

 

Frá stofnun hefur það verið megin markmið fyrirtækisins að skapa hágæðavörur á viðráðanlegu verði. Marmiðið er að venjulegar konur geti keypt 4 grunnvörur þ.e. Andlitshreinsi, andlitsvatn, dagkrem og næturkrem.

Við erum fullkomlega meðvituð um að ánægðir viðskiptavinir eru besta auglýsingin.