Hvernig við þróumst

Framúrskarandi framleiðslutækni

Við þróum allar Ryor vörurnar í okkar eigin rannsóknarstofum í Kyice sem er í grend við Kladno. Rannsóknarstofurnar eru mjög mikilvægur hluti fyrirtækisins, bæði þróun nýrra vara og prófanir á hráefnum og efnum sem framleidd eru í aðstöðunni okkar fara fram þar. Virku efnin sem notuð eru koma aðallega úr jurtaríkinu. Við tökum reglulega þátt í alþjóðlegum kaupstefnum og erum dugleg þegar kemur að nýjungum varðandi notkun á nýjustu hráefnum. Við vorum líka fyrsta snyrtivörufyrirtækið í Tékklandi sem notuðum fjölmörg ný hráefni. Við leggjum áherslu á að þróa vörur sem passa við það nýjasta í heimsþróuninni, en einnig vörur byggðar á tillögum og óskum viðskiptavina okkar. Við notum eingöngu hágæða hráefni við þróun og framleiðslu á snyrtivörunum okkar. Við notum yfir 600 tegundir af mismunandi hráefnum sem við kaupum frá þekktum fyrirtækjum víðsvegar að úr heiminum. Við hugsum alltaf um áhrifin á umhverfið og því eru efni úr plöntum í útrýmingarhættu ekki notuð í Ryor snyrtivörur. Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu við val á innihaldsefnum í vörurnar okkar og einnig við framleiðslu þeirra. Þetta er einnig tilfellið þegar við veljum viðeigandi endurvinnanlegar umbúðir.

Framleiðsla

Eftir opnun nýrrar framleiðsluaðstöðu árið 1997 í Kyšice nálægt Prag gátum við innleitt nýja framleiðslutækni . Þessi nútímanlega tækni dregur að hluta dregur úr hlutfalli handavinnu og snertingu mannshandarinnar við snyrtivörurnar í gegnum allt framleiðsluferlið.

Heildar framleiðslukerfið er í samræmi við mjög nútímalega staðla og frá upphafi til enda er því stjórnað af tölvuforriti – sem byrjar með skömmtun hráefna til afhendingar fullunnar vöru á lager.

Prófun á hráefni og lokaafurðum

Allar Ryor vörur eru háðar nokkrum prófunarferlum. Vörur eru prófaðar á sjálfboðaliðum 18 ára og eldri með sérstök húðvandamál (unglingabólur, hrukkur, lita bletti, ófullnægjandi raka og svo fr.). Einnig eru framkvæmd örverufræðileg álagspróf sem sanna nægilegt magn af viðeigandi efnum og sérstaklega öruggri varðveislu. Sú vara sem stenst þetta öryggismat sem framkvæmt er af löggilltum vinnustað. Ef varan er í samræmi við strangar reglur framkvæmdastjórnar ESB er öryggismatið veitt og varan getur farið á markað.

  • Flestar Ryor vörurnar gangast einnig undir húðfræðilegar prófanir.

  • Sum hráefni hafa klínísk vottorð sem tryggja áhrif þeirra (t.d. minnkun hrukka um allt að 26%).

Hvað með prófun á snyrtivara á dýrum?

Prófun á lokaafurðum á dýrum hefur verið bönnuð í Evrópusambandinu síðan 2003! Ekki er heimilt að prófa einstaka hráefni á dýrum síðan 2009.

Aðrar aðferðir eru notaðar við prófanir á hráefni, þar sem hráefnin eru metin með viðurkenndum in vitro aðferðum (í túpu) eða með tölvumótun í silico.